Umferð að Kröflu og Þeistareykjum dróst saman á árinu 2020

31.05.2021

Umferð að Kröflu og Þeistareykjum dróst saman á árinu 2020

Umferð að Kröflu og Þeistareykjum dróst verulega saman á árinu 2020 frá því sem var árið 2019. Árið 2020 komu 77.572 bílar að Kröflu og 7.131 að Þeistareykjum.  Á árinu 2020 komu hins vegar aðeins 22.374 bílar að Kröflu og 4.923 að Þeistareykjum. Fækkunin á bílum sem komu að Kröflu nemur 54.757 bílum eða 71%. Fækkunin að Þeistareykjum nam 2.208 eða 31%. 

Megin skýringin á mikilum samdrætti í umferð að virkjununum við Þeistareyki og Kröflu er heimsfaraldurinn COVID-19. 

Til gamans settum við saman myndir af umferðinni að Kröflu og Þeistareykjum eftir mánuðum, en frekari upplýsingar um umferð að Kröflu og Þeistareykjum má sjá undir vísi 1.7

Mynd 1. Umferð að Kröflu árin 2019 og 2020.

Mynd 2. Umferð að Þeistareykjum 2019 og 2020.

 

Mynd efst í fréttinni tók Sveinn Veigar Hreinsson, starfsmaður Landsvirkjunar, af virkjuninni í gegnum listaverkið Römmuð sýn eftir Jón Grétar Ólafsson.